Ráðstefna í Eddu 30. maí um skörun menningar, sköpunarkrafts og frumkvöðlastarfs 

Skapandi greinar sem drifkraftur í landsbyggðum: Skörun menningar, sköpunarkrafts og frumkvöðlastarfs 

Fyrsta alþjóðlega ráðstefnan á vegum Rannsóknaseturs skapandi greina (RSG) verður haldin í Eddu, húsi íslenskunnar, föstudaginn 30. maí 2025. Þar verður fjallað um áhrif menningar og skapandi greina á samfélags- og efnahagslega nýsköpun í landsbyggðum. Varpað verður ljósi á mikilvægi frumkvöðla og staðbundna þróun til að stuðla að sjálfbærni og þrautseigju í jaðarbyggðum.   

RSG stendur fyrir ráðstefnunni í samstarfi við Árnastofnun og rannsóknarverkefnið IN SITU sem er styrkt af Horizon Europe og fjallar um áhrif menningar og skapandi greina á svæðisbundna nýsköpun í landsbyggðum. 

Ráðstefnan fer fram á ensku og fer einnig fram í streymi á Facebook-viðburði ráðstefnunnar.
Skráningu lýkur á miðnætti þriðjudagskvöld 27. maí.

Next
Next

Menningarauðlind ferðaþjónustunnar í beinu streymi frá Hofi á Akureyri