Málþing og ráðstefnur

Málþing á Act Alone 8. ágúst 2025

List í landsbyggðum:
Hátíðir og leikhús fyrir alþýðuna

Rannsóknasetur skapandi greina (RSG) efnir til málþings föstudaginn 8. ágúst 2025, sem er hluti af dagskrá Act Alone, leiklistarhátíðar þar sem einleikir eru í forgrunni. Hátíðin er haldin árlega á Suðureyri í Súgandafirði og fer fram dagana 6. - 9. ágúst. 

Á málþinginu fá gestir tækifæri á að hlýða á kynningar tveggja meistaranema sem hlutu styrk úr meistaranemasjóði RSG í ársbyrjun 2025. 

Helga Guðrún Jónasdóttir er meistaranemi í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst og mun segja frá verkefni sínu Er menning máttur? (vinnutitill) 

Lokaverkefni Helgu snýr að staðbundnum áhrifum á menningu og skapandi greinar sem rekja má til beins stuðnings stjórnvalda. Nýleg rannsókn hefur m.a. leitt í ljós að fyrir hverja krónu sem ríkið leggur til menningar og skapandi greina hér á landi skila sér þrjár krónur til baka í ríkiskassann (Ágúst Ólafur Ágústsson, 2024). Í lokaverkefninu verður leitað fanga við að þróa félagsefnahagslega mælikvarða fyrir opinberan stuðning á landshluta- og sveitarfélagagrunni, en tilraunir í þá veru hafa skilað heldur rýrum árangri m.a. sökum þess hversu illa grunngögn þjóðhagsreikninga hjá Hagstofu Íslands falla að slíkum staðbundnum greiningum. 

Börg Steinunn Gunnarsdóttir er meistaranemi í leikhús- og performansfræðum við Háskólann í Kaupmannahöfn og segir frá verkefni sínu Óbærilegur léttleiki leikhússins: Uppgangur alþýðuleiklistar á Íslandi. 

Þar rannsakar hún hvernig tiltekin leiksýning, Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar, náði að laða að nýjan áhorfendahóp í íslenskt leikhús og hvaða lærdóm megi draga af því fyrir framtíðarleikhús. Markmið verkefnisins er að greina velgengnisþætti sýningarinnar og skoða hvort og hvernig megi endurtaka þennan árangur með öðrum sýningum byggðum formgerð alþýðuleiklistar, með áherslu á menningarlega fjölbreytni og lýðræði. Ásamt því að bæta við þekkingarsvið íslenskra leikhúsfræða opnar verkefnið á möguleika til frekari þverfaglegra rannsókna en ýmislegt mætti yfirfæra á aðra kima menningar og skapandi greina.

Í kjölfar kynninganna fara fram pallborðsumræður þar sem fjallað verður um samfélagshátíðir, mikilvægi þeirra og áhrif á samfélagið.

Nánari dagskrá má nálgast á Facebook-síðu viðburðarins þaðan sem málþinginu verður streymt. Óþarfi er að skrá sig á viðburðinn. 

Takið daginn frá og sjáumst á Act Alone!

DAGSKRÁ 

Anna Hildur Hildibrandsdóttir stýrir málþinginu. 

15:01 Opnunarávarp 
Sigurður Pétursson, stjórnarmeðlimur og gjaldkeri Act Alone 

15:06 Ein stök eldræða 
Elfar Logi Hannesson, leikari og listrænn stjórnandi Act Alone 

15:16 Er menning máttur? (vinnutitill) 
Helga Guðrún Jónasdóttir, meistaranemi í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst 

15:31 Umræður 

15:41 Óbærilegur léttleiki leikhússins: Uppgangur alþýðuleiklistar á Íslandi 
Björg Steinunn Gunnarsdóttir, meistaranemi í leikhús- og performansfræðum við Háskólann í Kaupmannahöfn 

15:56 Umræður 

16:06 Pallborð - Samfélagsleg áhrif af hátíðum í landsbyggðum 
Stýrt af Önnu Sigríði Ólafsdóttur, verkefnastjóra hjá Vestfjarðarstofu. 

  • Áskell Heiðar Ásgeirsson, lektor við Ferðamáladeild Háskólans á Hólum og annar eigenda Bræðslunnar. 

  • Skúli Gautason, menningarfulltrúi Vestfjarða 

  • Elfar Logi Hannesson, leikari og listrænn stjórnandi Act Alone 

  • Sæunn Þorsteinsdóttir, listrænn ráðgjafi hátíðarinnar Við djúpið 

  • Guðni Albert Einarsson, framkvæmdastjóri Klofnings, styrktaraðila Act Alone 

16:51 Lokaorð 
Fulltrúi menningarmálaráðherra 

17:01 Málþingsslit  

Alþjóðleg ráðstefna 30. maí 2025
International symposium 30 May 2025

Unlocking the Power of Rural CCIs: The Intersection of Culture, Creativity and Entrepreneurship

[See English below Icelandic]
Skapandi greinar sem drifkraftur í landsbyggðum: Skörun menningar, sköpunarkrafts og frumkvöðlastarfs.

Fyrsta alþjóðlega ráðstefnan á vegum Rannsóknaseturs skapandi greina (RSG) var haldin í Eddu, húsi íslenskunnar, föstudaginn 30. maí 2025. Á ráðstefnunni var fjallað um áhrif menningar og skapandi greina á samfélags- og efnahagslega nýsköpun í landsbyggðum og ljósi var varpað á mikilvægi frumkvöðla og staðbundna þróun til að stuðla að sjálfbærni og þrautseigju í jaðarbyggðum. Fjölbreyttur hópur fyrirlesara frá Íslandi og víðar að úr Evrópu flutti erindi. Ráðstefnunni var skipt í nokkur þemu og að loknum hverjum hluta fóru fram stuttar pallborðsumræður.

RSG stóð fyrir ráðstefnunni í samstarfi við Árnastofnun og rannsóknarverkefnið IN SITU sem er styrkt af Horizon Europe og fjallar um áhrif menningar og skapandi greina á svæðisbundna nýsköpun í landsbyggðum.

Unlocking the Power of Rural CCIs: The Intersection of Culture, Creativity and Entrepreneurship

This international symposium, held in Edda in Reykjavík, Iceland on 30 May 2025, brought together thought leaders, policymakers, researchers, and creatives to explore the transformative potential of Cultural and Creative Industries (CCIs) in rural and non-urban areas across Europe. Numerous speakers shared their insights across four thematic sessions, each followed by a panel discussion where attendees had the opportunity to engage and ask questions. The symposium offered a unique platform to examine how rural CCIs contribute to innovation, sustainability, and community regeneration.

The symposium comprised the following thematic sessions:

The Geography of Creativity: How Place Shapes Cultural and Creative Innovation 
Exploring the role of local identity, heritage, and community in fostering innovation in the cultural and creative industries. 

Regenerative Heritage Futures: Rethinking Preservation, Innovation, and Tourism 
Exploring how creative industries and local communities can work together to preserve heritage and actively restore and enhance cultural and natural environments, and the role of regenerative tourism in shaping sustainable futures for cultural heritage. 

Social Enterprises in Action: Building Resilient Creative Ecosystems 
Examining how social enterprises within the creative industries contribute to sustainability, equity, and community development. 

Entrepreneurship in the Rural Creative Economy: Turning Ideas into Impact 
A dive into the entrepreneurial mindset and strategies driving success in cultural and creative ventures.

The event was organised by the Creative Industries Research Centre in Iceland in collaboration with the Horizon Europe-funded project IN SITU: Place-based Innovation of Cultural and Creative Industries in Non-urban Areas (Grant Agreement no. 101061747) and The Árni Magnússon Institute for Icelandic Studies.

Ráðstefna - 14. maí 2025

Menningarauðlind ferðaþjónustunnar

Rannsóknasetur skapandi greina (RSG) stóð að ráðstefnunni Menningarauðlind ferðaþjónustunnar, um menningarferðaþjónustu og nýja ferðamálastefnu til 2030 þann 14. maí í Hofi, Akureyri. Í lok árs 2024 hlaut verkefnið styrk úr Hvata, sjóði menningar- og viðskiptaráðuneytisins. Ráðstefnan var haldin í samstarfi við Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF) en einnig komu að ráðstefnunni fjöldi aðila úr menningargeiranum og ferðaþjónustunni.

Markmiðið með ráðstefnunni var að skoða samspil og hlutverk menningar í ferðaþjónustu. Enn fremur var henni ætlað að skoða hvernig efla megi gagnasöfn og rannsóknavirkni sem stuðlað getur að þróun og framförum á sviði menningarferðaþjónustu.

Á ráðstefnunni fengu gestir að heyra fimm dæmisögur um vel heppnaða menningarferðaþjónustu um allt land og fjögur fræðileg erindi um rannsóknir á þessu sviði. Eftir hádegi tóku gestir þátt í hópavinnu sem nýtist í þróun rannsóknastefnu RSG á sviði menningarferðaþjónustu. Þemun voru Samstarf og klasahugsun, Markaðs- og kynningarmál, Vöruþróun og fjárfestingar, Gagnasöfn og rannsóknaáætlun, og niðurstöður voru kynntar í pallborði.

Ráðstefnustjóri var Sigríður Örvarsdóttir, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri.

Málþing RSG - 20. nóvember 2024

Málþing um áhrif menningar og skapandi greina í landsbyggðum

Rannsóknasetur skapandi greina stóð fyrir málþingi þann 20. nóvember síðastliðinn í Háskólanum á Akureyri, þar sem fjallað var um áhrif menningar og skapandi greina í landsbyggðum.

Hólmfríður Sveinsdóttir rektor Háskólans á Hólum flutti opnunarávarp.

Fyrirlesarar voru Erna Kaaber, sérfræðingur við Háskólann á Bifröst, Vífill Karlsson, dósent við Háskólann á Akureyri og prófessor við Háskólann á Bifröst, Björt Sigfinnsdóttir meðstofnandi og fyrrum framkvæmdastjóri LungA og Stefán Pétur Sólveigarson, verkefnastjóri Hraðsins, miðstöðvar nýsköpunar. Að loknum erindum voru pallborðsumræður undir stjórn Eyjólfs Guðmundssonar, fyrrverandi rektors Háskólans á Akureyri. Þar tóku þátt Eva Hrund Einarsdóttir framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar, Örlygur Hnefill Örlygsson framleiðandi, Signý Ormarsdóttir, menningarfulltrúi og yfirverkefnastjóri hjá Austurbrú, og Anna Hildur Hildibrandsdóttir, fagstjóri skapandi greina við Háskólann á Bifröst.

Málþing RSG - 18. júní 2024

Skrifaðu þig inn í skapandi greinar

Annað málþing RSG var haldið 18. júní 2024 í Tónlistarmiðstöð og fjallaði um hagnýtingu nemendarannsókna. Erindi fluttu Arndís Vilhjálmsdóttir, rannsóknastjóri Hagstofu Íslands og meistaranemarnir Júlíus Jóhannesson og Lilja Björk Haraldsdóttir. Anna Hildur Hildibrandsdóttir stýrði pallborðsumræðum. Í pallborði málþingsins sátu Bergur Finnbogason listrænn stjórnandi hjá CCP, Erna Kaaber rannsakandi hjá RSG, Hanna Dóra Björnsdóttir sérfræðingur á þróunarsviði Byggðastofnunar og Vala Fannell verkefnastjóri samfélagsmála hjá Þjóðleikhúsinu.

Málþing RSG - 4. mars 2024

Innblástur og framfarir

Fyrsta málþing RSG var haldið 4. mars 2024 í Mengi í Reykjavík undir yfirskriftinni Innblástur og framfarir. Katrín Jakobsdóttir, þáverandi forsætisráðherra, og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, fluttu innblásandi ávörp. Erindi fluttu þau Bragi Valdimar Skúlason, Ágúst Ólafur Ágústsson, Rán Tryggvadóttir, Þórey Svanfríður Þórisdóttir, Áskell Heiðar Ásgerisson, Sigrún Lilja Einarsdóttir, Katrín Anna Lund, Kjartan Sigurðsson, Kristín Valsdóttir, Erla Rún Guðmundsdóttir og Sigurlína Ingvarsdóttir.