Samtal um skapandi greinar

Samtal um skapandi greinar er röð óformlegra funda sem Rannsóknasetur skapandi greina stendur að í samvinnu við CCP. Með fundaröðinni vill RSG skapa samræðuvettvang áhugafólks um skapandi greinar með því að tengja saman hagaðila í einkageiranum, akademíunni og frá stofnunum og stjórnsýslunni og efla þannig umræðuna um menningu og skapandi greinar. 

Tíunda samtal - 5. nóvember 2025

Rekstrarumhverfi tónlistar

[ENGLISH BELOW]

Ath. viðburðurinn fer fram á öðrum tíma en vant er, miðvikudaginn 5. nóvember kl. 10-11.30. Staðsetningin er sú sama, höfuðstöðvar CCP í Grósku.

Rannsóknasetur skapandi greina og Tónlistarmiðstöð, í samstarfi við CCP, boða til opins samtals á Bransaveislu um rekstrarumhverfi tónlistarfólks og tónlistarverkefna.

Viðburðurinn markar fyrsta skrefið í aðgerðaáætlun tónlistarstefnu stjórnvalda, þar sem kveðið er á um að hefja skuli skoðun á rekstrarumhverfi tónlistar á Íslandi og bera það saman við Norðurlönd og önnur lönd þar sem tónlistariðnaður stendur sterkum fótum.

Á viðburðinum kynna fulltrúar úr fræðasamfélaginu og tónlistargeiranum, ásamt erlendum fagaðilum ólíkar nálganir á hvernig skapa megi öflugt rekstrarumhverfi tónlistarverkefna. Í kjölfarið verður opnað fyrir samtal við viðstadda þar sem áhersla er lögð á að safna sjónarmiðum til áframhaldandi vinnu.

Markmiðið er að leggja grunn að sameiginlegri framtíðarsýn og tryggja að rödd þeirra sem koma að rekstri í tónlist verði hluti af mótun og framkvæmd tónlistarstefnu stjórnvalda.

DAGSKRÁ

10-10:30: Erindi

  • Erla Rún Guðmundsdóttir, forstöðukona Rannsóknaseturs skapandi greina

  • María Rut Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Tónlistarmiðstöðvar

10:30-11:15: Pallborð - Nick Knowles, umboðsmaður og stofnandi KxKn Management, stýrir umræðum.

  • Colm O’Herlihy, framkvæmdastjóri Inni Music

  • Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir, tónlistarkona og verkefnastjóri Reykjavík Early Music Festival

  • Pétur Oddbergur Heimisson, tónlistarmaður og framkvæmdastjóri Jazzhátíðar í Reykjavík

  • Rakel Mjöll Leifsdóttir, tónlistarkona og A&R hjá Alda Music

11:15-11:30: Spurt og svarað

CCP býður fundargestum upp á kaffi.

Viðburðurinn fer fram á ensku og honum verður streymt af Facebook.

Vinsamlegast skráið mætingu (á staðinn) hér að neðan. Athugið að sætaframboð er takmarkað. Skráningu lýkur kl. 12 þriðjudaginn 4. nóvember.

The Business Environment of Music

Note: The event will take place at a different time than usual, on Wednesday, November 5, from 10:00 to 11:30.
The location is the same — CCP headquarters in Gróska.

Creative Industries Research Centre and Iceland Music, in collaboration with CCP, invite you to an open discussion at Bransaveisla on the business environment for musicians and music projects in Iceland.

This event marks the first step in implementing the government’s new music policy, which calls for a review of the operational environment for music in Iceland and a comparison with the Nordic countries and other nations with a strong music industry.

Representatives from academia and the music sector, along with international experts, will present different approaches to building a strong and sustainable framework for music projects. The discussion will then open to the floor, with an emphasis on gathering perspectives and input for the ongoing work.

The goal is to lay the foundation for a shared vision and ensure that the voices of those working within the music sector are part of shaping and implementing Iceland’s music policy.

PROGRAMME

10:00–10:30
Presentations

  • Erla Rún Guðmundsdóttir, Director of the Creative Industries Research Centre

  • María Rut Reynisdóttir, Director of Iceland Music

10:30–11:15
Panel discussion, moderated by Nick Knowles, Artist Manager and Founder of KxKn Management.

  • Colm O’Herlihy, Managing Director, Inni Music

  • Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir, Artist and Project Manager Reykjavík Early Music Festival

  • Pétur Oddbergur Heimisson, Artist and Managing Director, Reykjavík Jazz Festival

  • Rakel Mjöll Leifsdóttir, Artist and A&R at Alda Music

11:15–11:30
Q&A

CCP will provide coffee to attendees.

The event will be held in English and streamed online via Facebook.

Please register your attendance (in person) below. Note that seating is limited. Registration closes at 12 PM on Tuesday, November 4th.

Skráning / Sign up

Níunda samtal - 2. október 2025

Listræn stjórnun

Níunda samtalið um skapandi greinar fór fram fimmtudaginn 2. október. Yfirskrift fundarins var Listræn stjórnun, með áherslu á viðburði og hátíðir. Erla Rún Guðmundsdóttir, forstöðukona RSG, var fundarstjóri. Viðburðurinn fór fram á íslensku og erindum var streymt.

Áður en frummælendur hófu sínar kynningar fóru fram úthlutanir úr meistaranemasjóði RSG. Lesa má nánar um styrkveitinguna HÉR.

Lára Sóley Jóhannsdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík, fjallaði um starfsemi hátíðarinnar en Listahátíð í Reykjavík er þverfagleg listahátíð sem fer fram annað hvert ár. Lára Sóley veitti gestum innsýn í ýmsa anga hátíðarinnar og verkferlið sem býr henni að baki, svo sem hvað varðar opið kall, hlutverk dagskrárráðs, Eyrarrósina o.fl.

Pétur Ármannsson, framkvæmdastjóri og listrænn stjórnandi Reykjavík Dance Festival, fjallaði um danslistir á Íslandi almennt, þróun greinarinnar og hrakti þær hugmyndir um að dans sé ung listgrein. Hann sagði frá þeim áherslum sem eru ríkjandi í listrænni stjórnun hátíðarinnar, svo sem hvað varðar fjölbreytileika, aðgengi og grasrótina. Pétur varpaði ljósi á jaðarsetningu danslista á Íslandi og hversu takmarkaður fjárhagslegur stuðningur hins opinbera er.

Guja Sandholt er söngkona og listrænn stjórnandi Óperudaga. Hún skýrði frá tilurð hátíðarinnar sem hún stofnaði í samtali við Kópavogsbæ árið 2016. Hátíðin hefur skapað tækifæri til að kanna nýjar söngslóðir á Íslandi og um leið mynda þéttan kjarna af fólki með svipaðar ástríður og markmið. Skortur á fjármagni og stöðugt óvissustand er meðal helstu áskorana sem gerir skipuleggjendum hátíðarinnar erfitt fyrir.

Horfa á erindin

Áttunda samtal - 4. september 2025

Gagnrýni

Áttunda samtal um skapandi greinar fór fram fimmtudaginn 4. september. Yfirskrift fundarins að þessu sinni var Gagnrýni og fundarstjóri var Steinunn Hauksdóttir, verkefnastjóri hjá RSG. Viðburðurinn fór fram á ensku.


Hilmar Smári Finsen, markaðssérfæðingur hjá CCP og fyrrum leikjagagnrýnandi fjallaði um stöðu tölvuleikjagagnrýni með áherslu á hvernig vefsvæði, eins og Metacritic og OpenCritic, og notendur hafa áhrif á upplifun og sölu. Þar að auki ræddi hann hlutverk áhrifavalda á þessu sviði. 

Sigríður Jónsdóttir, leikhúsgagnrýnandi og sérfræðingur við Leikminjasafn, sérsafn um sviðslistir á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafn, fjallaði um mikilvægi faglegrar gagnrýni, framtíð leikhúsgagnrýni og þær nýju áskoranir sem leikhúsgagnrýnendur standa frammi fyrir.  

Eliza Reid er metsöluhöfundur, fyrirlesari, talskona jafnréttis, meðstofnandi hinnar virtu Iceland Writers Retreat og fyrrverandi forsetafrú Íslands. Hún sagði gestum frá reynslu sinni og afstöðu til bókmenntagagnrýni og þeim áhrifum sem hún hefur á verk hennar.

Horfa á erindin

Sjöunda samtal - 8. maí 2025

Hreyfiafl skapandi og skáldlegra framtíðarsýna

Fimmtudaginn 8. maí fór fram sjöunda samtalið um skapandi greinar. Yfirskrift fundarins að þessu sinni er Hreyfiafl skapandi og skáldlegra framtíðarsýna.

Geta skapandi og skáldlega framtíðarsýnir verið hreyfiafl í samtímanum? Er hægt að rýna í hvernig hið skáldlega getur víkkað sjóndeildarhring mögulegra framtíða? Geta skapandi nálganir og spekúlasjónir opnað fyrir fjölbreytta möguleika og stuðlað að umbreytingum? 

Bergsveinn Þórsson, dósent við Háskólann á Bifröst og fagstjóri opinberrar stjórnsýslu, kynnti sýninguna Beyond Barcode sem hann vann að í samstarfi við rannsóknarverkefnið CoFutures: Pathways to possible presents við Oslóarháskóla og Interkulturelt Museum í Osló.

Dögg Sigmarsdóttir, verkefnastjóri, talaði um aðferðafræði samsköpunar og hvernig hægt sé að móta samfélagsrými sem stuðla að framtíðarvon, sjálfbærni og velsæld.

Þorgerður Ólafsdóttir, myndlistarmaður, sagði frá listrannsókn sinni og sýningarverkefni Brot úr framtíð sem opnaði í Bogasal Þjóðminjasafnsins á Listahátíð í Reykjavík sumarið 2024 og lauk með málþinginu Samtal um hamfarir í nóvember sama ár.

Horfa á fundinn

Aukasamtal - 9. apríl 2025

Hörpu-áhrifin

Rannsóknasetur skapandi greina (RSG) í samstarfi við Hörpu stóð fyrir viðburði miðvikudaginn 9. apríl um Hörpu-áhrifin, skýrslu um hagræn áhrif Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss en haustið 2024 samdi Harpa við RSG um framkvæmd skýrslunnar. Viðburðurinn fór fram í Kaldalóni í Hörpu og Ágúst Ólafur Ágústsson, hagfræðingur og höfundur skýrslunnar, kynnti hana. Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, og Erla Rún Guðmundsdóttir, forstöðukona RSG, komu einnig fram og svöruðu spurningum úr sal ásamt Ágústi. Anna Hildur Hildibrandsdóttir stýrði umræðum.

Samtal um Hörpu-áhrifin var aukaviðburður í samtalsröðinni um skapandi greinar.

Horfa á fundinn

Sjötta samtal - 3. apríl 2025

Hönnunarhugsun

Sjötta samtal um skapandi greinar fór fram 3. apríl þar sem fjallað var um hönnunarhugsun. Samtalið var hluti af dagskrá HönnunarMars og fór fram á ensku að þessu sinni.

Michael Hendrix, hönnuður og prófessor, var með erindi um hönnunarhugsun en með þeirri aðferðafræði má betur greina ný tækifæri og mæta þörfum fólks á sama tíma og virði fyrir stofnanir og fyrirtæki eykst. Michael talaði um reynslu sína sem hönnuður og hvernig styrkja megi hönnunarhugsun á Íslandi.

Hönnunarteymið ÞYKJÓ sagði frá verkefninu Börnin að borðinu, þar sem hönnunarhugsun er beitt. Fyrir verkefnið hlaut Þykjó hönnunarverðlaun Íslands árið 2024 í flokknum verk ársins. Sigríður Sunna Reynisdóttir, stofnandi og listrænn stjórnandi ÞYKJÓ, og Embla Vigfúsdóttir, leikjahönnuður og vöruhönnuður hjá ÞYKJÓ, fluttu erindið fyrir hönd teymisins.

Í kjölfar erinda fóru fram umræður í sal.

---------

On Thursday, April 3rd, the sixth dialogue took place, focusing on design thinking. The dialogue is a part of the DesignMarch program and was held in English.

Michael Hendrix, creative director and professor, gave a presentation on design thinking, a transformative methodology that uses creative mindsets to identify new opportunities that address human needs while also building value for organizations. Michael talked about his experience in the field of design and how it can be strengthened in Iceland.

ÞYKJÓ, an Icelandic design collective, presented their project Children to the Table (Börnin að borðinu), where design thinking is applied. Sigríður Sunna Reynisdóttir, founder and artistic director of ÞYKJÓ, and Embla Vigfúsdóttir, game designer and product designer at ÞYKJÓ presented their work on behalf of their team.

After the presentations, guests participated in a dialogue on the topic.

Horfa á fundinn

Fimmta samtal - 6. mars 2025

Að vaxa skapandi

Fimmta samtal um skapandi greinar var haldið fimmtudaginn 6. mars síðastliðinn. Yfirskrift fundarins var Að vaxa skapandi: vöxtur og samdráttur fyrirtækja í skapandi greinum. Á fundinum ræddu Margrét Sigrún Sigurðardóttir, prófessor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, Hjálmar Gíslason frumkvöðull í hugbúnaðargeiranum, og Birna Hafstein formaður Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum saman um rekstur fyrirtækja í skapandi greinum og stöðu þeirra sem þar starfa, en fyrirtækin einkennast gjarnan af óvissri eftirspurn og harmonikku-vexti, þar sem þau vaxa og minnka eftir aðstæðum.

Hofa á fundinn

Fjórða samtal - 11. febrúar 2025

Nýsköpun á sviði tónlistar

Fjóða samtal um skapandi greinar var haldið þriðjudaginn 11. febrúar 2025. Yfirskrift fundarins að þessu sinni var Nýsköpun á sviði tónlistar. Á fundinum kynntu þrír fumkvöðlar fyrirtæki sín sem öll starfa á svið tónlistar.

Ólafur Bjarki Bogason stofnandi og framkvæmdastjóri Genki, hönnunar- og tæknifyrirtæki frá Reykjavík með áherslu á tónlist. sagði frá fyrirtækinu og vegferð þess fram til dagsins í dag.

Margrét Júlíana Sigurðardóttir stofnandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins Moombix, sagði frá fyrirtækinu sem býður upp á kennslurými og markaðstorg fyrir lifandi tónlistarkennslu á netinu.

Pétur Eggerz, tæknistjóri og meðstofnandi framkvæmdastjóri Overtune, sagði frá nýsköpunarfyrirtækinu sem starfar á sviði tónlistarsköpunar.

Í kjölfar erinda voru opnar umræður meðal fundargesta sem Anna Hildur Hildibrandsdóttir stýrði.

Horfa á erindin

Þriðja samtal - 9. janúar 2025

Skapandi aðferðafræði

Á fundinum talaði Bergur Finnbogason, listrænn stjórnandi hjá CCP, um samstarf CCP við ýmsar alþjóðlegar rannsóknastofnanir og hvernig aðferðir leikjageirans höfðu nýst þeim. Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, fjallaði um mikilvægi félagslegs andrúmslofts, í formi félagslegra töfra, sem hann hafði greint með sjónrænni félagsfræði í bók sinni Sjáum samfélagið. Katrín Ólína Pétursdóttir, hönnuður og forseti hönnunardeildar LHÍ, fjallaði um verkefnið Primitiva, rannsóknarverkefni í skartgripahönnun sem sameinar skapandi hugsun og stafræna tækni. Hún sagði frá því hvernig tilraunir og frásagnarlist í mismunandi miðlum á ferli hennar höfðu átt þátt í að móta skartgripalínu hennar.

Í kjölfar erinda stórnaði Anna Hildur Hildibrandsdóttir umræðum.

---

Bergur Finnbogason, artistic director at CCP, talked about CCP's collaboration with various international research institutions and how methods from the gaming industry had benefited them. Viðar Halldórsson, sociology professor at the University of Iceland, focused on the importance of social atmosphere, in the form of social magic, which he had analyzed through visual sociology in his book Unveiling the Invisible. Katrín Ólína Pétursdóttir, designer and Head of the Design Department at IUA, explored the evolution of Primitiva, a jewellery design project that blended creativity and machine precision, and shared how years of experimentation and storytelling had shaped her symbolic jewellery collection.

After the presentation discussion was lead by Anna Hildur Hildibrandsdóttir

Horfa á erindin

Annað samtal - 6. nóvember 2024

Sköpunarkrafturinn

Þann 6. nóvember var haldinn öflugur kosningafundur í stora salnum í Grósku um málefni skapandi greina. Fulltrúar allra framboða til alþingiskosninga tóku þátt og sköpuðust líflegar umræður fyrir fullum sal áhugasamra gesta. Ágúst Ólafur Ágústsson hagfræðingur var kynnir og stýrði umræðum.

Hér að neðan má sjá upptöku af fundinum.

Á fundinum var sýnt myndband sem RSG lét framleiða með upplýsingum úr skýrslu Ágústs Ólafs Ágústssonar um framlag skapandi greina til verðmætasköpunar á Íslandi. Myndbandið vakti verðskuldaða athygli og er gott inlegg í umræður í aðdraganda kosninga.

Hér má lesa ítarlega samantekt á fundinum.

Að fundinum stóðu Rannsóknarsetur í skapandi greinum, Samtök Skapandi greina, Miðstöð íslenskra bókmennta, Miðstöð hönnunar og arktitektúrs, Myndlistamiðstöð, Kvikmyndamiðstöð, Sviðslistamiðstöð, Tónlistarmiðstöð í samstarfi við CCP, Brandenburg, Vísindagarða og Grósku.

Horfa á fundinn

Fyrsta samtal - 16. október 2024

Verðmætasköpun skapandi greina

Ágúst Ólafur Ágústsson sagði frá nýútkominni skýrslu um framlag menningar og skapandi greina til verðmætasköpunar á Íslandi sem hann vann fyrir menningar- og viðskiptaráðuneytið. Að erindinu loknu tóku fundargestir þátt í umræðum.

Horfa á erindið