Erla Rún í stýrihópi Kulturanalys Norden

Erla Rún á fyrsta málþingi RSG í mars 2024. Ljósmyndari: James Einar Becker.

Forstöðukona RSG, Erla Rún Guðmundsdóttir, hefur verið skipuð sem fulltrúi Íslands í stýrihóp Kulturanalys Norden 2025-2027. Menningar-, háskóla- og nýsköpunarráðherra tilnefnir fulltrúa í hópinn og hefur Erla Rún setið í honum síðan 2021, fyrst sem starfsmaður Hagstofu Íslands og síðar fyrir hönd RSG. 

“Norrænt samstarf er gríðarlega mikilvægt í þessum málaflokki, eins og flestum, og seta í stýrihópnum gefur mér og rannsóknasetrinu dýrmætt tækifæri til að hafa áhrif, fylgjast með starfi Kulturanalys Norden og systurstofnana á Norðurlöndunum og kynnast norrænum kollegum,” segir Erla Rún. 

Kulturanalys Norden er norræn þekkingarmiðstöð um menningarstefnu sem starfar á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar og hefur verið rekin af sænsku stofnuninni Myndigheten för Kulturanalys síðan 2016. Miðstöðin vinnur að þremur meginstoðum í starfsemi sinni: að samhæfa norræna menningartölfræði, að rannsaka og greina menningarpólitík, stefnumótun og áskoranir, og miðla þekkingu og rannsóknum á þessu sviði.

Stýrihópurinn hefur það hlutverk að tryggja að starfsemi Kulturanalys Norden sé vel tengd þörfum og þróun í hverju landi, að niðurstöður séu hagnýtanlegar fyrir stefnumótendur, og að miðstöðin haldi áfram að vera leiðandi fyrir samanburðarhæfa greiningu menningarstefnu á Norðurlöndunum. Hópurinn fundar reglulega yfir skipunartímabilið en hann skipa fulltrúar Norðurlandanna, þ.e. Íslands, Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar, Finnlands, auka Færeyja, Grænlands og Álandseyja.

Next
Next

Þriðja úthlutun úr meistaranemasjóði RSG