Er hægt að mæla samfélagsáhrif skapandi greina?
Er hægt að rýna í hvernig skapandi starfsemi mótar samfélagslegar breytingar og hvort þær séu mælanlegar? Hvernig getum við greint og metið áhrif skapandi greina á samfélagið og einstaklinga? Geta mælingar á samfélagsáhrifum skapandi greina varpað nýju ljósi á gildi þeirra í samtímanum? Geta aðferðir til mats á samfélagsáhrifum opnað fyrir nýja sýn á hlutverk skapandi greina?
Rannsóknasetur skapandi greina (RSSG) í samstarfi við CCP, Listaháskóla Íslands og Háskólann á Akureyri býður í samtal um skapandi greinar fimmtudaginn 5. febrúar klukkan 8:30 - 10 í húsakynnum CCP Í Grósku, 3. hæð, að Bjargargötu 1, 102 Reykjavík. Þar verður fjallað um mælingar á samfélagsáhrifum skapandi greina og er samtalið hluti af Jafnréttisdögum háskólanna 2026. Viðburðinum verður streymt af Facebook og birtur á vefsíðu Jafnréttisdaga mánudaginn 9. febrúar, ásamt miðlum RSSG.
Þorbjörg Daphne Hall, prófessor í tónlistarfærðum við LHÍ, flytur erindi um þær aðferðir sem notaðar eru í rannsóknarverkefninu Building Bridges Through Collaboration við að meta samfélagsáhrif. Verkefnið snýr að því að rannsaka samfélagsmiðuð tónlistarverkefni, aðferðir og áhrif þeirra á þátttakendur.
Lara Hoffmann, nýdoktor við Menntavísindasvið HÍ og sérfræðingur við Rannsóknamiðstöð HA, kynnir þær aðferðir sem notaðar eru í samstarfsverkefni Rannsóknaseturs skapandi greina (RSSG) og LHÍ til að meta samfélagsáhrif skapandi greina. Verkefnið er tilraunaverkefni þar sem metin eru áhrif skapandi greina á einstaklinga og samfélög og byggist á eigindlegum viðtölum og megindlegri könnun.
Í kjölfarið stýrir Þorbjörg pallborði sem í sitja:
Hlynur Jónasson, umsjónarmaður Kúnstpásu
Martyna Karolina Daniel, verkefnastjóri aðgengis og samfélagslegrar þátttöku á Borgarbókasafni
Lara Hoffmann, nýdoktor við HÍ og sérfræðingur við Rannsóknamiðstöð HA
Í lokin gefst gestum kostur á spyrja spurninga.
Vinsamlegast skráið mætingu (á staðinn) hér til hliðar. Athugið að sætaframboð er takmarkað.
Skráningu lýkur kl. 12 miðvikudaginn 4. febrúar.
CCP býður fundargestum upp á kaffi og léttan morgunverð.